Garðyrkjubækur

Höfundur: Steinn Kárason.

Í Trjáklippingabókinni er fjallað um klippingu á um 140 algengum trjá- og runnategundum, lítillega fjallað um fáein blóm, auk þess sem nefnd eru um 50 rósaafbrigði sem vænleg eru til ræktunar hér á landi. Bókin sem er 111 blaðsíður er prýdd um 180 skýringarmyndum eftir Han Veltman.

Sérstaklega er fjallað um hverning klippa skal epla- og perutré, kirsuberja- og plómutré, vínvið, tómata, gúrkur, melónur og papriku.

Klippi fólk tré og runna árlega á markvissan hátt næst betri ræktunarárangur. Hægt er að stýra vexti, hæð, blómgun og umfangi trjáa og runna með klippingu. Trjáklipping, sem unnin er á réttan hátt, gefur gróðrinum meira notagildi og meira yndis má af honum njóta.

Trjáklippingar eru vandasamt verk en góður árangur næst aðeins með æfingu og haldgóðri þekkingu á hverri tegund. Aðal klippingatíminn er að vetri meðan gróðurinn er í mestri hvíld, enda er þá hægast að átta sig á vaxtarlaginu. En einnig þarf að klippa að vori, sumri og hausti, allt eftir tegundum og aðstæðum.

Í Trjáklippingabókinni eru veitt hagnýt ráð um trjárækt. Sér kafli er í bókinni um lífrænar varnir gegn meindýrum og drepið er á þýðingarmikla þætti er varða lífvæna ræktun sem er þungamiðjan í umræðunni um sjálfbærni og hollustu og verndun lífríkisins.

Kærkomið og heildstætt verk er lítur að þessum mikilvæga þætti í garðrækt og skógrækt.

Verð kr. 3.500,- Sendingargjald leggst við.

Höfundur: Steinn Kárason.

Hagnýt ráð um ræktunarstörf og viðhald gróðurs ásamt leiðbeiningum um lífræna ræktun og safnhaugagerð. Skrifuð á vistvænum nótum í anda sjálfbærrar þróunar. Um áttatíu ljósmyndir og á fjórða hundrað skýringarmyndir.

Helstu umfjöllunarefni: Áburður og virkni hans. Timburskjólveggir í görðum. Matjurtir, sáning, uppeldi og ræktun. Vélar,verkfæri, val þeirrra og viðhald. Grasflötin , sáning, tyrfing og áburðargjöf, sláttur og hirðing. Sumarblóm, fjölær blóm, uppeldi og ræktun, blómlaukar og hnýði. Tré og runnar, trjáklippingar og gróðursetning, fræsöfnun og fjölgun. Jarðvegsskipti og undirvinna fyrir gangstéttir, bílastæði, garðtjarnir og grjótveggi. Lífræn ræktun, safnhaugagerð, sáðskipti, safnkassar og lífrænar varnir gegn meindýrum. Trjágróður og sumarbústaðalandið, landkostir og skipulag, tegundaval og grunnatriði skógræktar. Í bókinni eru töflur sem tilgreina fræmagn, sáðtíma, áburðarþörf, hitaþörf og útplöntunarbil blóma, blómlauka og matjurta.

Verð kr. 3.500,- Sendingargjald leggst við.

Scroll to top