Lengd 2 klst.
Á námskeiðinu verður fjallað um algengar íslenskar drykkjar- og lækningajurtir og leiðbeint um söfnun þeirra, verkun og notkun. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna. Söfnun jurta í fögru umhverfi er ánægjulegt og lærdómsríkt viðfangsefni og kjörið fyrir samhentar fjölskyldur og einstaklinga unga sem aldna. Kynntur verður möguleiki á grasaferð með vönu fólki.
- Fjallað um tíu algengar íslenskar lækningajurtir sem um aldir hafa verið nytjaðar og taldar viðhalda og efla heilbrigði.
- Leiðbeiningar varðandi söfnun, verkun og geymslu jurtanna og uppskriftir af hvannasúpu og „heilsueflandi grasaseyði“.
- Tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu.
- Innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna.
- Leiðbeiningar um hvernig nytja má íslensk grös án þess að ganga á gjafir jarðarinnar.
- Leiðbeiningar um hvar megi afla frekari upplýsinga um íslenskar drykkjar- og lækningaplöntur.