Orsakir og afleiðingar myglusveppa

Lengd 1-2 klst.

Í erindinu er fjallað um helstu orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa. Veikindi og heilsutjón vegna myglusveppa er samfélagslegt böl og fjárhagslegt tjón er einnig verulegt. Fjallað verður um áhættuþætti og greiningu á myglusveppum í híbýlum, viðbrögð og úrbætur, algeng veikindaeinkenni og leiðir til bata eftir myglusveppaveikindi. Loks verður drepið á lög og reglur, húsbyggingar, hönnun smíði eftirlit og ábyrgð. Þáttakendum bíðst bókin Martröð með myglusvepp á tilboðsverði.

Fyrilesari: Steinn Kárason M.Sc. í umhverfisfræðum. Hann hefur í áratugi kennt við Garðyrkjuskólann, Háskólana á Akureyri og Bifröst m.a. um garðyrkju, umhverfis- og auðlindahagfræði og haldið fyrirlestra víða um land.

Scroll to top