Qigong

Lengd samkomulag, minnst eitt skipti um 2 klst.

Qigong byggir á ævafornri kínverskri hefð og á vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Á námskeiðinu verður kynning og leiðbeiningar í æfingakerfi sem kalla má heilsu- og hugleiðslu qigong. Qigong er samhæft kerfi öndunar, hreyfinga og einbeitingar sem miðar að því að viðhalda og efla heilsu iðkenda, efla ónæmi gegn sjúkdómum, efla styrk gegn umhverfisáreiti og auka getu líkama og sálar til að endurheimta og viðhalda heilbrigði. Qigong eykur vellíðan og lífsgæði og stuðlar að andlegu og líkamlegu jafnvægi iðkenda. Æfingunum fylgja ekki átök og iðkendur svitna ekki, blóðrás eykst og líkaminn hitnar. Þörf er á einbeitingu og úthaldi. Qi gong byggir á:

a) öguð öndun

b) öguð hugsun

c) agaður líkamsburður

Leiðsögn Steinn Kárason M.Sc. í umhverfisfræðum. Hann hefur lært Qigong í S-Afríku, Tenerife og á Íslandi og hefur stundað og leiðbeint Qigong í tvo áratugi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og á Akureyri.

Scroll to top